
Raungengi
07. mars
Febrúar 2025
Vísitala raungengis íslensku krónunnar var 95,3 stig í febrúar sl., óbreytt miðað við mánuðinn þar á undan. Vísitala raungengis á mælikvarða hlutfallslegs verðlags var 3,1% hærri í febrúar sl. samanborið við sama mánuð árið 2024.
Á fjórða ársfjórðungi ársins 2024 var vísitala raungengis á mælikvarða hlutfallslegs verðlags 95,4 stig (2005=100) sem er 2,1% hækkun miðað við þriðja ársfjórðung 2024.
Vísitala raungengis á mælikvarða hlutfallslegs launakostnaðar var 94,1 stig (2005=100) á fjórða ársfjórðungi 2024, lækkaði um 2,1% miðað við þriðja ársfjórðung 2024.
(Athygli er vakin á því að Hagstofa Íslands birti ný gögn um mat á mannfjölda í Vinnumarkaðskönnun (VMK) í lok febrúar og voru gögnin endurmetin frá byrjun árs 2011.
Þar af leiðandi voru laun og laun á framleidda einingu endurskoðuð frá þeim tíma. Einnig voru laun og launatengd gjöld endurskoðuð aftur frá 2018 í nýju framleiðsluuppgjöri Hagstofunnar.
Raungengi miðað við hlutfallslegan launakostnað var því endurskoðað lítillega frá fyrsta ársfjórðungi 2011).
Næsta birting:
08.
apríl 2025
Töflur
Tímaraðir
Lýsigögn
Annað tengt efni