Kynningarefni
Starfið í seðlabanka er fjölbreytilegt. Sumir telja mynt og seðla, aðrir skoða bókhald bankanna, nota reiknilíkön til að spá fyrir um verðbólguna eða kaupa og selja gjaldeyri á mörkuðum. Á þessari síðu er starfsemi seðlabanka kynnt með ýmsum hætti; í örstuttu og aðgengilegu máli, með skýringum og myndefni.
Seðlabankinn sér um peningakerfi landsmanna, stuðlar að virkni þess og öryggi, að því að peningarnir haldi kaupmætti sínum (þ.e. að verðbólgu sé haldið í skefjum), að því að fjármálakerfið sé traust og skilvirkt og að þar sé farið að þeim reglum sem gilda. Allt stuðlar þetta að aukinni velferð.
Laufléttar spurningar og svör
Hér eru spurningar sem við höfum fengið frá skólafólki og fleirum. Við reynum að svara þeim í stuttu máli og forðumst að nota fagorð eða flókin hugtök.
Fyrir skólahópa
Þessi kynning er lík þeim sem við höfum haft fyrir námsfólk. Við höfum bætt við skýringarmyndum til að gera efnið ennþá aðgengilegra.
Saga og húsnæði
Hér er stuttur texti og skýringarmyndir um sögu bankans, húsnæði hans, starfsmannafjölda og fleira.
Hugtök og skýringar
Á þessari síðu eru algeng hugtök sem snerta starfsemi Seðlabankans útskýrð í stuttu máli. Við munum leitast við að uppfæra þessa síðu og fleiri eftir því sem ástæða er til.