Stjórnskipulag

Seðlabankastjóri stýrir og ber ábyrgð á starfsemi og rekstri Seðlabanka Íslands og fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum bankans sem ekki eru falin öðrum með lögum.

Ákvarðanir um beitingu stjórntækja Seðlabankans í peningamálum eru teknar af peninga­stefnu­nefnd. Ákvarðanir um beitingu stjórntækja Seðlabankans varðandi fjármála­stöðug­leika eru teknar af fjármálastöðugleikanefnd. Ákvarðanir sem faldar eru Fjármála­eftirlitinu í lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum eru teknar af Seðlabanka Íslands eða fjármálaeftirlitsnefnd.

Ákvarðanir um varðveislu gjaldeyrisforða og veitingu ábyrgða eða lána til lána­stofn­ana í lausafjárvanda skulu teknar af seðlabankastjóra og vara­seðlabanka­stjórum á fundi sem seðlabankastjóri boðar til. Á sama hátt skal taka ákvarðanir um setn­ingu reglna um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris á grundvelli laga um gjald­eyris­mál, ákvarðanir um setningu reglna um starfsemi skipulegra gjaldeyrismarkaða og um skipulag og setningu reglna um starfsemi bankans.

Bankaráð hefur eftirlit með því að Seðlabanki Íslands starfi í samræmi við lög sem um starf­semina gilda.

Ráðherra skipar seðlabankastjóra til fimm ára í senn. Ráðherra skipar einnig þrjá vara­seðlabanka­stjóra til fimm ára í senn. Einn varaseðlabankastjórinn leiðir málefni sem varða pen­inga­stefnu, annar málefni sem varða fjármálastöðugleika og sá þriðji málefni sem varða fjár­mála­eftirlit.

Seðlabankastjóri
Ásgeir Jónsson

Varaseðlabankastjórar
Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits
Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika
Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu

Starfsreglur Seðlabanka Íslands

Siðareglur Seðlabanka Íslands

Sýna allt

  • Peningastefnunefnd

  • Fjármálastöðugleikanefnd

  • Fjármálaeftirlitsnefnd

  • Bankaráð Seðlabankans

Skipurit Seðlabanka Íslands

 

 

Skipurit Seðlabanka Íslands