Stjórnskipulag
Seðlabankastjóri stýrir og ber ábyrgð á starfsemi og rekstri Seðlabanka Íslands og fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum bankans sem ekki eru falin öðrum með lögum.
Ákvarðanir um beitingu stjórntækja Seðlabankans í peningamálum eru teknar af peningastefnunefnd. Ákvarðanir um beitingu stjórntækja Seðlabankans varðandi fjármálastöðugleika eru teknar af fjármálastöðugleikanefnd. Ákvarðanir sem faldar eru Fjármálaeftirlitinu í lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum eru teknar af Seðlabanka Íslands eða fjármálaeftirlitsnefnd.
Ákvarðanir um varðveislu gjaldeyrisforða og veitingu ábyrgða eða lána til lánastofnana í lausafjárvanda skulu teknar af seðlabankastjóra og varaseðlabankastjórum á fundi sem seðlabankastjóri boðar til. Á sama hátt skal taka ákvarðanir um setningu reglna um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris á grundvelli laga um gjaldeyrismál, ákvarðanir um setningu reglna um starfsemi skipulegra gjaldeyrismarkaða og um skipulag og setningu reglna um starfsemi bankans.
Bankaráð hefur eftirlit með því að Seðlabanki Íslands starfi í samræmi við lög sem um starfsemina gilda.
Ráðherra skipar seðlabankastjóra til fimm ára í senn. Ráðherra skipar einnig þrjá varaseðlabankastjóra til fimm ára í senn. Einn varaseðlabankastjórinn leiðir málefni sem varða peningastefnu, annar málefni sem varða fjármálastöðugleika og sá þriðji málefni sem varða fjármálaeftirlit.
Seðlabankastjóri
Ásgeir Jónsson
Varaseðlabankastjórar
Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits
Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika
Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu
Starfsreglur Seðlabanka Íslands
Sýna allt
Peningastefnunefnd
Fjármálastöðugleikanefnd
Fjármálaeftirlitsnefnd
Bankaráð Seðlabankans