17. ágúst 2006
Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns opið á laugardag í tilefni af Menningarnótt
Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns verður opið síðdegis laugardaginn 19. ágúst nk. frá kl. 14.00-17.00 í tilefni af Menningarnótt Reykjavíkurborgar.
Í myntsafninu er íslensk mynt og seðlar og erlendir peningar frá fyrri öldum. Yfirlitssýningu á efni úr myntsafninu hefur verið komið fyrir á 1. hæð í húsnæði Seðlabankans að Kalkofnsvegi 1. Þar er einnig kynningarefni á margmiðlunarformi um starfsemi Seðlabanka Íslands og skylda starfsemi. Aðgangur að sýningunni er um aðaldyr bankans frá Arnarhóli.
Nánari upplýsingar veitir Stefán Jóhann Stefánsson í síma 569-9600.
Nr. 32/2006
17. ágúst 2006