14. janúar 2008
Áherslur í lánamálum ríkissjóðs 2008
Fyrirhuguð er útgáfa ríkisbréfa fyrir um 47 ma.kr. að nafnverði.
Nýr markflokkur ríkisbréfa til 10-11 ára verður gefinn út í byrjun árs.
Útgáfu ríkisvíxla verður hætt.
Erlend lán sem gjaldfalla á árinu verða greidd upp.
Staða ríkissjóðs er sterk um þessar mundir. Gert er ráð fyrir að lánsfjárjöfnuður ársins 2008 verði jákvæður um 42 milljarða króna. Eins og fyrri ár þá gefur lánsfjárþörf ríkissjóðs ekki tilefni til að sækja fé á markað. Tilgangur með útgáfu ríkissjóðs er því fyrst og fremst að stuðla að virkum eftirmarkaði og styrkja verðmyndun á innlendum skuldabréfamarkaði.
Fréttin í heild með töflum (pdf-skjal)
Nr. 2/2008
14. janúar 2008