Skipti á innstæðubréfum
Í frétt 19. júní sl. tilkynnti Seðlabanki Íslands að útgáfu innstæðubréfa yrði fram haldið þegar bréf sem bankinn gaf út í mars sl. falla í gjalddaga nú í september. Seðlabankinn hefur ákveðið að efna til skipta 24. september nk. á lokagjalddaga flokksins, SI 08 0924.
Gegn afhendingu bréfa í þeim flokki geta eigendur þeirra fengið afhent ný innstæðubréf til 6 mánaða með sömu kjörum og bréfin sem falla í gjalddaga. Bréfin verða framseljanleg eins og þau sem gefin voru út í mars sl. Gjalddagi hins nýja flokks verður 25. mars 2009.
Seðlabankinn mun ekki, að þessu sinni, selja innstæðubréf umfram þau sem verða endurnýjuð.
Nánari upplýsingar veitir Gerður Ísberg staðgengill framkvæmdastjóra alþjóða- og markaðssviðs Seðlabanka Íslands í síma 569-9600.
Nr. 26/2008
8. september 2008