14. ágúst 2009
Málstofa um hagsveiflur á Íslandi
Málstofa um rannsóknir á hagsveiflum á Íslandi verður haldin í Seðlabanka Íslands þriðjudaginn 18. ágúst næstkomandi kl. 15. Frummælandi er Wolfgang Polasek, austurrískur prófessor við stofnunina Institut für Höhere Studien í Vín.
Polasek hefur sinnt hagrannsóknum við ýmsar aðrar fræðistofnanir. Sú rannsókn sem hann kynnir á málstofunni fjallar um hagsveiflur á Íslandi síðustu 40 árin. Hann beitir þar m.a. aðferðum sem kenndar eru við bandaríska hagfræðinginn Leamer.
Málstofan er í fundarsalnum Sölvhóli, gengið er inn frá Arnarhóli og hún hefst kl. 15.00 eins og áður sagði.