18. ágúst 2009
Kristín Hannesdóttir ráðin í stöðu aðalbókara
Kristín Hannesdóttir hefur verið ráðin í stöðu aðalbókara Seðlabanka Íslands. Kristín hefur BSc. próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur að auki lokið tveimur mastersprófum, þ.e. í fjármálahagfræði frá Copenhagen Business School og í endurskoðun frá Álaborgarháskóla.
Auk þess að hafa staðið að innleiðingu á IFRS 7 (alþjóðlegur reikningsskilastaðall) og gerð reikningsskilahandbókar hjá Glitni hefur Kristín starfað hjá PricewaterHouseCoopers og við kennslu í reikningsskilum. Einnig hefur hún starfað á bókhaldssviði Seðlabankans frá því í nóvember 2008.