25. ágúst 2009
Málstofa í Seðlabankanum um hagsveiflur og viðbrögð vinnumarkaðar við tæknibreytingum
Í dag kl. 15 verður haldin málstofa í Seðlabanka Íslands um viðbrögð vinnumarkaðar við tæknibreytingum. Frummælandi er Francesco Furlanetto, en hann starfar í rannsóknardeild Seðlabanka Noregs.
Rannsóknarsvið Furlanettos er peninga- og alþjóðahagfræði. Hann er með doktorspróf frá háskólanum í Lausanne í Sviss. Á málstofunni mun hann kynna rannsókn sem unnin er í samstarfi við Tommy Sveen frá Seðlabanka Noregs og fjallar um viðbrögð vinnumarkaðar við tæknibreytingum.
Fyrirlesturinn er á ensku og nefnist: „Business cycle dynamics and the two margins of labour adjustment.“
Málstofan er haldin í salnum Sölvhóli, Seðlabanka Íslands, og er öllum opin. Gengið er inn frá Arnarhóli.
Sjá nánar um málstofur í Seðlabanka Íslands í haust: Málstofur