logo-for-printing

05. janúar 2011

Vextir til viðmiðunar vegna umreiknings á lánum

Vegna fyrirspurna er hér vakin athygli á vöxtum vegna umreiknings á lánum í samræmi við 18. grein laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega vaxtatilkynningar þar sem upplýsingar um þessa vexti koma fram.

Af þessu tilefni höfum bið birt eftirfarandi upplýsingar, sem er að finna á þessari síðu:

Vextir

Sjá einnig hér:

Vextir til viðmiðunar vegna umreiknings á lánum skv. 18. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu með síðari breytingum
Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega vaxtatilkynningar  og eru þar vextir sem lagt er til að miðað verði við þegar umreikna þarf lán samkvæmt 18. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu eins og henni var breytt með lögum nr. 151/2010. Þetta eru annars vegar almennir vextir óverðtryggðra útlána og hins vegar almennir vextir verðtryggðra útlána. Nýjustu upplýsingar er að finna í ofangreindum vaxtatilkynningum og auk þess er söguleg gögn að finna hér (Excel-skjal sem heitir Almennir vextir af peningakröfum - sjá dálkana tvo til vinstri) Frá og með ársbyrjun 2011 eru umræddir vextir verðtryggðra lána 4,70% og vextir óverðtryggðra lána 5,55%. Sjá ennfremur tilkynningu í Stjórnartíðindum.

Til baka