19. desember 2022
Niðurstaða athugunar á markaðssetningu Stefnis hf. á sjóðnum Stefni-Samvali hs.
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hóf í febrúar 2022 athugun á markaðssetningu Stefnis hf. á sjóðnum Stefni-Samvali hs. sem er sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta í stýringu Stefnis hf. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort auglýsing Stefnis á sjóðnum, sem birtist á samfélagsmiðlum og í sjónvarpi, uppfyllti þau skilyrði sem gilda um markaðsefni rekstrarfélaga verðbréfasjóða og rekstraraðila sérhæfðra sjóða skv. lögum nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga sbr. framselda reglugerð (ESB) 2017/565 sem lögfest var með lögunum. Niðurstöður lágu fyrir í október 2022.Sjá nánar: Niðurstaða athugunar á markaðssetningu Stefnis hf. á sjóðnum Stefni-Samvali hs.