logo-for-printing

21. mars 2025

Monerium ehf. skráð sem þjónustuveitandi sýndareigna

Bygging Seðlabanka Íslands

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands skráði Monerium ehf. sem þjónustuveitanda sýndareigna hinn 19. mars 2025, sbr. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og reglur nr. 151/2023, um skráningu gjaldeyrisskiptaþjónustu og þjónustuveitenda sýndareigna. Í skráningunni felst heimild til að skipta sýndareignum yfir í gjaldmiðil eða rafeyri og skipta gjaldmiðli eða rafeyri yfir í sýndareignir, sem og önnur starfsemi sem tilgreind er í 25. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 140/2018.

 

Til baka