
ESMA varar neytendur við notkun gervigreindar við fjárfestingar og veitir hollráð

Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin (ESMA) hefur birt viðvörun á vefsvæði sínu þar sem vakin er athygli á áhættu sem fylgir notkun gervigreindartóla við fjárfestingar. Í viðvöruninni er farið yfir hvað fjárfestar ættu að hafa í huga, t.a.m. að viðskipti með fjármálagerninga eru í eðli sínu áhættusöm og að afar erfitt er að spá fyrir um verðbreytingar.
Gervigreindartól geta gefið rangar upplýsingar og byggt á úreltum eða ófullnægjandi upplýsingum. Það getur leitt til lélegra fjárfestingarákvarðana að byggja á slíkum upplýsingum og verulegs fjárhagslegs taps.
Seðlabanki Íslands tekur undir sjónarmið ESMA og hvetur almenning til að kynna sér vel viðvörunina sem má finna hér í íslenskri þýðingu: Notkun gervigreindar við fjárfestingar: Hollráð til að hafa í huga
Sjá á vef ESMA: Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin