logo-for-printing

14. desember 2018Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri

Inngangsorð aðstoðarseðlabankastjóra á ráðstefnu seðlabanka Norðurlanda um netöryggi

Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri sat í pallborði á árlegri ráðstefnu seðlabanka Norðurlandanna í Helsinki hinn 29. nóvember sl. Á ráðstefnunni var fjallað um helstu mál sem varða þróun netöryggis, þ.m.t. viðnámsþrótt og varnir fyrirtækja í fjármálageiranum gegn netárásum. Finna má inngangsorð aðstoðarseðlabankastjóra í pallborði á ráðstefnunni hér.

Nánar
10. desember 2018Seðlabankastjórar, helstu fyrirlesarar og formenn sendinefnda á ráðstefnunni SEACEN (South East Asian Central Banks)

Seðlabankastjóri meðal aðalræðumanna á ráðstefnu seðlabankastjóra Suð-Austur Asíu

Már Guðmundsson seðlabankastjóri var aðalræðumaður á einni setu á fimmtugustu og fjórðu ráðstefnu seðlabankastjóra SEACEN (South East Asian Central Banks) sem fram fór 29. nóvember – 2. desember sl. Erindi hans fjallaði um hvernig hægt sé að varðveita peningalegan og fjármálalegan stöðugleika í litlum og opnum þjóðarbúum sem eru fjármálalega samþætt við umheiminn.

Nánar
09. nóvember 2018Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Kynningarefni aðalhagfræðings Seðlabankans í tilefni af vaxtaákvörðun og útgáfu Peningamála

Fulltrúar Seðlabanka Íslands hafa að jafnaði kynnt efni ritsins Peningamál í nokkrum fjármálafyrirtækjum. Eftir útkomu Peningamála á miðvikudag, 7. þessa mánaðar, hefur Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans og meðlimur í peningastefnunefnd, kynnt efni ritsins í Arion banka, Kviku banka og Íslandsbanka.

Nánar
09. nóvember 2018Már Guðmundsson seðlabankastjóri

Ræða seðlabankastjóra á peningamálafundi Viðskiptaráðs

Már Guðmundsson seðlabankastjóri​ var aðalræðumaður á peningamálafundi Viðskiptaráðs sem haldinn var í gær, 8. nóvember. Ræðan ber yfirskriftina Umskipti og má nálgast hana hér.

Nánar
07. nóvember 2018Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Kynningarefni Þórarins G. Péturssonar aðalhagfræðings vegna vaxtaákvörðunar og útgáfu Peningamála

Þórarinn G. Pétursson, framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu og aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, kynnti efni Peningamála 2018/4 á sérstökum kynningarfundi sem haldinn var í morgun í tilefni af vaxtaákvörðun og stefnuyfirlýsingu peningastefnunefndar.

Nánar