Áður útgefið efni
Neðangreind rit voru gefin út á vegum Seðlabanka Íslands en útgáfu þeirra hefur verið hætt. Önnur eldri rit hafa ekki verið sett á vef Seðlabankans.
Sýna allt
Efnahagsmál
Í vefritinu Efnahagsmál voru birtar almennar og aðgengilegar greinar um efnahagsmál eftir starfsmenn bankans. Höfundamerktar greinar voru áður birtar í Peningamálum. Valdar greinar í ritinu birtust einnig á ensku undir heitinu Economic Affairs.
Fjármálainnviðir
Í ritinu Fjármálainnviðir er fjallað um fjármálainnviði, þ.e. kerfislega mikilvæg greiðslu- og uppgjörskerfi og önnur kerfi sem eru á meðal þeirra þátta sem horft er til við mat á fjármálastöðugleika. Ritið kom út einu sinni á ári frá árinu 2013, en er í dag hluti af ritinu Fjármálastöðugleiki.
Fjármálatíðindi
Fjármálatíðindum var ætlað að miðla niðurstöðum rannsókna á sviði efnahagsmála og vera vettvangur fyrir faglega umræðu um efnahagsmál og þá sérstaklega rannsóknir sem tengjast íslenskum efnahagsmálum. Jafnframt var ritið opið fyrir skoðanaskiptum um efnahagsleg úrlausnarefni. Ritið leitaðist við að vera vettvangur fyrir vandaðar fræðilegar greinar, en um leið að vera aðgengilegt fyrir alla áhugamenn um efnahagsmál sem vildu kynna sér umræður og niðurstöður rannsókna.
Útgefandi Fjármálatíðinda var Seðlabanki Íslands. Ritið var fyrst gefið út árið 1954, þá af Landsbanka Íslands, en frá árinu 1961 af Seðlabanka Íslands. Þær skoðanir og þau sjónarmið sem fram koma í greinum eru höfunda sjálfra og þurfa ekki að fara saman við skoðanir eða stefnu Seðlabankans. Útgáfunni lauk árið 2007.Hagtölur mánaðarins
Seðlabankinn gaf mánaðarlega út ritið Hagtölur mánaðarins frá árinu 1975 til haustsins 1999. Ritið hafði að geyma upplýsingar í töflum og myndum um íslenskt efnahagslíf. Í ritinu voru auk þess stuttar yfirlitsgreinar um efnahagsmál, þó einkum þau er sérstaklega hafa heyrt undir verksvið Seðlabanka Íslands. Ritið var 32 síður. Við hlutverki Hagtalna mánaðarins tók annars vegar Hagtölur Seðlabankans og hins vegar nýtt ársfjórðungsrit, Peningamál. Hér er hægt að skoða þau tölublöð af Hagtölum mánaðarins sem voru gefin út árin 1998 og 1999.
Haustskýrsla Seðlabanka Íslands
Seðlar og mynt
Í þessu riti er gerð grein fyrir opinberum gjaldmiðli sem gefinn hefur verið út á Íslandi og þeim dönskum gjaldmiðli frá fyrri tíð sem búinn var sérstaklega til nota hér á landi og hlaut um leið löggildingu sem íslenskur gjaldmiðill.
Ath.: Á bls. 66-68 í ritinu er nefnd samstæðan „Íslensk mynt árið 2001“. Þar á að standa „Íslensk mynt árið 2000“.
Upplýsingarit
Í Upplýsingariti eru birtar ýmsar upplýsingar tengdar verkefnum bankans en útgáfu var hætt árið 2015.