Þjónustuvefur
Þjónustuvefur Seðlabanka Íslands hefur það hlutverk að auka öryggi og skilvirkni við afhendingu og móttöku gagna hjá Seðlabankanum. Þjónustuvefur Seðlabankans er þrískiptur: gagnaskilakerfi, þjónustugátt og skjalagátt.
Gagnaskilakerfi
Öll reglubundin gagnaskil til Seðlabankans fara fram rafrænt í gegnum gagnaskilakerfið. Einnig er hægt að beintengja tölvukerfi skilaaðila við vefþjónustur Seðlabankans og skila gögnum með sjálfvirkum hætti. Innskráning í gagnaskilakerfið er með rafrænum skilríkjum.
Þjónustugátt
Seðlabankinn tekur á móti óreglulegum gagnasendingum, svo sem eyðublöðum, umsóknum og tilkynningum í gegnum þjónustugátt. Innskráning í þjónustugáttina er með rafrænum skilríkjum. Athugið að þjónustugáttin er einungis aðgengileg á Íslandi.
Skjalagátt
Í skjalagátt Seðlabankans geta lögaðilar og einstaklingar nálgast og undirritað rafrænt skjöl sem bankinn birtir ytri aðilum. Innskráning í skjalagátt er með rafrænum skilríkjum. Birtingartími skjala í gáttinni er takmarkaður.