
Greiðslujöfnuður við útlönd
06. mars
4. ársfjórðungur 2024
Á fjórða ársfjórðungi 2024 var 95,2 ma.kr. halli á viðskiptajöfnuði við útlönd. Það er 147,4 ma.kr. lakari niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 77,7 ma.kr. lakari en á sama fjórðungi árið 2023. Halli á vöruskiptajöfnuði var 104,1 ma.kr. en 34,5 ma.kr. afgangur var á þjónustujöfnuði. Halli á frumþáttatekjum nam 10,5 ma.kr. og 15,1 ma.kr. á rekstrarframlögum. Halli á viðskiptajöfnuði fyrir árið 2024 í heild nam 116,8 ma.kr. samanborið við 36,5 ma.kr. afgang árið á undan. Halli á vöruskiptajöfnuði var 314,5 ma.kr. en afgangur á þjónustujöfnuði var 261,7 ma.kr. Halli á frumþáttatekjum nam 10,6 ma.kr. og 53,4 á rekstrarframlögum.
Nokkur óvissa er í upplýsingum sem Seðlabankinn hefur um fjármagnsviðskipti vegna uppgjörs á sölu innlends iðnfyrirtækis til erlendra aðila og er það ein helsta ástæða fyrir hárri tölu í liðnum Skekkjur og vantalið, nettó. Um er að ræða flókin viðskipti sem snerta fjölmargra aðila bæði innanlands og utan. Líkur eru á endurskoðun hagtalnanna þegar endanlegar upplýsingar liggja fyrir. Áhrif þessa ná einungis til fjármagnsjafnaðar og erlendrar stöðu þjóðarbúsins en áhrif á viðskiptajöfnuð eru engin.
Næsta birting:
05.
júní 2025
Töflur
Tímaraðir
Lýsigögn
Annað tengt efni