

Losun hafta og leiðin að stöðugleika
Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri flutti í morgun erindi á málþingi Félags löggiltra endurskoðenda um losun fjármagnshafta og leiðina að varanlegum stöðugleika. Í erindinu rakti Arnór m.a. þau atriði sem kölluðu á fjármagnshöftin á sínum tíma og hann fjallaði einnig um ýmsar umbætur sem komið hefur verið á.
Nánar
Ræða seðlabankastjóra á peningamálafundi Viðskiptaráðs
Már Guðmundsson seðlabankastjóri var aðalræðumaður á peningamálafundi Viðskiptaráðs Íslands sem haldinn var 5. nóvember sl. Þar fjallaði hann um peningastefnuna á krossgötum. Ræðan er nú aðgengileg hér á vef Seðlabanka Íslands.
Nánar
Ræða Más Guðmundssonar fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja á ársfundi AGS
Dagana 9.-11. október 2015 sótti Már Guðmundsson seðlabankastjóri ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fjárhagsnefndar sjóðsins í Líma í Perú. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hélt að þessu sinni ársfundarræðu fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja en upptöku af ræðunni má sjá hér og einnig má nálgast texta ræðunnar hér.
Nánar
Fyrirlestur Þórarins G. Péturssonar hjá Félagi atvinnurekenda
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og meðlimur í peningastefnunefnd, hélt fyrirlestur hjá Félagi atvinnurekenda í morgun um stöðu og horfur í efnahagsmálum og um peningastefnuna.
Nánar
Erindi: Valkostir í gjaldmiðilsmálum
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd bankans, flutti nýverið fyrirlestur hjá félagi viðskiptagreinakennara í framhaldsskólum um valkosti í gjaldmiðilsmálum. Efni í fyrirlesturinn sótti Þórarinn í nýlegar skýrslur Seðlabankans, þ.e. skýrsluna „Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum“ og „Peningastefnan eftir höft.“
Nánar