logo-for-printing

17. desember 2012Jón Þ. Sigurgeirsson

Erindi Jóns Þ. Sigurgeirssonar á ráðstefnu hjá Alþjóðabankanum

Mánudaginn 10. desember hélt framkvæmdastjóri alþjóðasamskipta og skrifstofu bankastjóra, Jón Þ. Sigurgeirsson, erindi á ráðstefnu hjá Alþjóðabankanum (World Bank). Efni ráðstefnunnar var „Global forum on Law, Justice and Development".

Nánar
14. desember 2012

Erindi aðalhagfræðings um fjármálakreppu

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd, fjallaði um áhrif alþjóðafjármálakreppunnar á Ísland og Ítalíu, m.a. með hliðsjón af því að Ítalía er í Efnahags- og gjaldmiðilsbandalagi Evrópu og með evru, en Ísland er utan bandalagsins og með krónu. Erindið var á ensku og í því studdist Þórarinn við meðfylgjandi glærur.

Nánar
28. nóvember 2012

Ræða seðlabankastjóra á fundi í Abu Dhabi

Már Guðmundsson seðlabankastjóri hélt erindi á fundi embættismanna um nýlega þróun aðgerða til stuðnings fjármálageiranum sem fram fór í Abu Dhabi þann 27. nóvember 2012.

Nánar
16. nóvember 2012

Erindi Sigríðar Benediktsdóttur á fundi FVH

Sigríður Benediktsdóttir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands var frummælandi á hádegisverðarfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga á Hótel Sögu í dag. Á fundinum var fjallað um fjármagnshöft og skuldastöðu þjóðarinnar. Sigríður greindi meðal annars frá helstu niðurstöðum í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem kom út í haust.

Nánar
16. nóvember 2012

Ræða seðlabankastjóra á fundi Viðskiptaráðs

Már Guðmundsson seðlabankastjóri var ræðumaður á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í dag. Þar gerði hann grein fyrir stöðu peningamála og fleiri málum.

Nánar