Af hverju hefur gengi krónunnar hækkað?
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, skrifar grein um ástæður þess að gengi krónunnar hefur hækkað undanfarið. Þórarinn bendir á að gengishækkunin nú stafi að verulegu leyti af utanaðkomandi búhnykkjum svo sem gríðarlegum vexti ferðaþjónustunnar og hagstæðum viðskiptakjörum. Auk þess bendir Þórarinn á að ytri aðstæður geti haft áhrif á viðskiptakjörin og þar með líka gengi krónunnar svo sem hækkandi olíuverð eða lækkun útflutningsverðlags.
NánarErindi Þórarins G. Péturssonar fyrir hagfræðinema við háskólann í Glasgow um störf hagfræðinga við Seðlabanka Íslands og fjármálakreppuna á Íslandi
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, hélt erindi við Adam Smith Business School við háskólann í Glasgow hinn 2. desember sl. Um er að ræða fyrirlestraröð sem heitir Practioner Seminar þar sem fulltrúum fyrirtækja og stofnana víðsvegar um heiminn er boðið að kynna sig og starfsemi þeirra stofnana og fyrirtækja sem þeir starfa fyrir nemendum skólans.
NánarErindi Þórarins G. Péturssonar um fjármálasveifluna á málstofu við háskólann í Glasgow
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, flutti erindi á málstofu við Adam Smith Business School við háskólann í Glasgow hinn 1. desember sl. Í erindinu fjallaði hann um niðurstöður nýútkominnar rannsóknarritgerðar um fjármálasveifluna á Íslandi yfir ríflega aldartímabil, en höfundar ritgerðarinnar eru auk Þórarins, þeir Bjarni G. Einarsson, Kristófer Gunnlaugsson og Þorvarður Tjörvi Ólafsson.
NánarSeðlabankastjóri í viðtali í þættinum Sprengisandi
Már Guðmundsson seðlabankastjóri var í viðtali á Sprengisandi Bylgjunnar í gærmorgun. Þar fór seðlabankastjóri yfir rökin fyrir þeirri ákvörðun peningastefnunefndar að halda vöxtum Seðlabankans óbreyttum. Jafnframt ræddi seðlabankastjóri um samspil stjórnar peningamála við aðra þætti hagstjórnar og bar jafnframt stöðuna hér á landi saman við það sem er á þeim hagstjórnarsvæðum sem við berum okkur gjarnan saman
NánarErindi seðlabankastjóra á Adam Smith málstofu í Búdapest, 9. nóvember 2016
Már Guðmundsson seðlabankastjóri hélt erindi á málstofu í málstofuröð sem kennd er við hagfræðinginn Adam Smith í Seðlabanka Ungverjalands hinn 9. nóvember síðastliðinn. Málstofan bar yfirskriftina Adam Smith and Economic Development in the XXIst Century: 2016 and beyond: World economic prospects. Erindi seðlabankastjóra fjallaði um alþjóðleg peninga- og fjármálakerfi í litlum, opnum og fjármálalega samþættum hagkerfum.
Nánar