Ákvörðun bankaráðs um laun bankastjóra Seðlabanka Íslands
Með vísan til breytingar á lögum nr. 47/2006 um kjararáð og til úrskurðar kjararáðs frá 27. desember sl. hefur bankaráð Seðlabanka Íslands samþykkt að laun bankastjóra eins og þau voru ákveðin frá 31. maí 2007 skuli lækka um 15% frá 1. janúar 2009.
NánarHeimsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands dagana 15. - 18. desember 2008
Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum undir forystu Poul Thomsens lauk í gær fjögurra daga heimsókn til Íslands. Tilgangur heimsóknarinnar var að kanna stöðu og horfur í efnahagsmálum.
NánarBreytingar á vöxtum Seðlabanka Íslands
Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að auka bilið á milli hæstu og lægstu vaxta bankans.
NánarTilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 6/2008
Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Frá og með 1. janúar 2009 verða vextir af peningakröfum óbreyttir frá síðustu vaxtaákvörðun sem tók gildi 1. desember sl.
NánarBreytingar á reglum um gjaldeyrismál
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um gjaldeyrismál að fengnu samþykki viðskiptaráðherra. Meginbreytingar frá fyrri reglum lúta að undanþágum sem veittar eru tilteknum hópum vegna brýnna hagsmuna og því að litlar líkur eru taldar á að viðskipti þeirra muni valda alvarlegum og verulegum óstöðugleika í gengis- og peningamálum.
Nánar