logo-for-printing

02. desember 2022

Kynning aðalhagfræðings Seðlabankans á efni Peningamála

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands, kynnti nýlega efni nýútgefinna Peningamála (fjórða heftis á árinu 2022) á fundum í fimm fjármálafyrirtækjum, þ.e. Landsbankanum, Íslandsbanka, Arion banka, Kviku banka og í Arctica. Í kynningunum greindi Þórarinn frá ýmsum atriðum varðandi innlend efnahagsumsvif og verðbólgu.

Nánar
01. desember 2022Bygging Seðlabanka Íslands

Viðskiptaafgangur 23,1 ma.kr. á þriðja ársfjórðungi 2022 – hrein staða við útlönd jákvæð um 23,6% af VLF

Á þriðja ársfjórðungi 2022 var 23,1 ma.kr. afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd. Það er 65,3 ma.kr. betri niðurstaða en ársfjórðunginn á undan en 5,9 ma.kr. lakari en á sama fjórðungi árið 2021.

Nánar
24. nóvember 2022

Seðlabankastjóri með erindi á peningamálafundi Viðskiptaráðs

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri flutti ræðu á peningamálafundi Viðskiptaráðs í morgun, 24. nóvember 2022. Yfirskrift fundarins var: Hver ber ábyrgð á verðbólgunni?

Nánar
23. nóvember 2022

Peningamál í hnotskurn

Þótt alþjóðlegur hagvöxtur hafi verið heldur meiri á fyrri hluta þessa árs en áður var áætlað eru vísbendingar um að hann hafi gefið meira eftir á seinni hluta ársins. Horfur fyrir næsta ár hafa einnig versnað. Orkukreppan sem skall á í Evrópu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu heldur áfram að dýpka og alþjóðleg verðbólga hefur aukist mikið. Framfærslukostnaður heimila og rekstrarkostnaður fyrirtækja hafa því hækkað verulega og fjármálaleg skilyrði versnað. Hagvaxtarhorfur fyrir helstu viðskiptalönd hafa því versnað enn frekar og á næsta ári er spáð minnsta hagvexti í helstu viðskiptalöndum frá árinu 2008 að frátöldum þeim samdrætti sem varð árið 2020 í kjölfar heimsfaraldursins.

Nánar
23. nóvember 2022

Peningamál birt

Ritið Peningamál 2022/4 hefur verið birt hér á vef Seðlabanka Íslands. Í Peningamálum gerir Seðlabankinn grein fyrir horfum í efnahags- og peningamálum. Ritið kemur út fjórum sinnum á ári.

Nánar