Yfirlýsing peningastefnunefndar 2. október 2024
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 9%.
NánarYfirlýsing peningastefnunefndar og vefútsending 2. október 2024
Yfirlýsing peningastefnunefndar verður birt á vef Seðlabanka Íslands kl. 8.30 í dag, miðvikudaginn 2. október 2024. Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar hefst klukkan 9:30.
NánarHagvísar birtir
Hagvísar Seðlabanka Íslands voru birtir hér á vef bankans síðast liðinn föstudag. Í Hagvísum er ársfjórðungslegt yfirlit yfir þróun efnahagsmála, safn hagvísa og stöðu fjármálakerfisins. Hagvísarnir eru einnig gefnir út á ensku undir heitinu Economic Indicators.
NánarHagvísar Seðlabanka Íslands 27. september 2024
Seðlabanki Íslands birtir ársfjórðungslega yfirlit yfir þróun efnahagsmála, safn hagvísa og stöðu fjármálakerfisins, Hagvísa Seðlabanka Íslands. Hagvísarnir eru einnig gefnir út á ensku undir heitinu Economic Indicators.
NánarVirkur eignarhlutur í TM tryggingum hf., TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf.
Hinn 23. september sl. komst fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að þeirri niðurstöðu að Landsbankinn hf. væri hæfur til að fara með svo stóran beinan, virkan eignarhlut í TM tryggingum hf. að félagið verði talið dótturfélag bankans, sbr. 1. mgr. 58. gr. laga nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi. Sama gilti um óbeinan, virkan eignarhlut í TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf. Sama dag komst fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Bankasýsla ríkisins, f.h. ríkissjóðs, væri hæf til að fara með óbeinan, virkan eignarhlut í TM tryggingum hf., TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf. sem nemur yfir 50% hlutafjár, sbr. 1. mgr. 58. gr. sömu laga.
Nánar