Erindi Jóns Sigurðssonar um brautryðjandann Jónas H. Haralz í nútíma hagstjórn á Íslandi
Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og fyrrverandi aðalbankastjóri Norræna fjárfestingarbankans í Helsingfors, flutti erindi um ofangreint efni á málþingi Seðlabanka Íslands og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fimmtudaginn 21. nóvember 2019. Málþingið var haldið í tilefni af því að 6. október 2019 voru hundrað ár liðin frá fæðingu Jónasar, en hann var einn af frumkvöðlum nútíma hagstjórnar á Íslandi. Í erindinu fjallaði Jón m.a. um þau miklu áhrif sem Jónas hafði á stjórn efnahagsmála á Íslandi.
NánarInngangsorð aðstoðarseðlabankastjóra á ráðstefnu seðlabanka Norðurlanda um netöryggi
Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri tók þátt í árlegri ráðstefnu seðlabanka Norðurlandanna í Stokkhólmi hinn 28. nóvember sl. og var í pallborði þar sem fjallað var um helstu mál sem varða þróun netöryggis þá sérstaklega skipulags- og stjórnarhætti.
NánarErindi seðlabankastjóra á SFF-deginum
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hélt erindi á SFF-deginum sem haldinn var í Hörpu fimmtudaginn 28. nóvember sl. Samtök fjármálafyrirtækja stóðu fyrir deginum sem er árviss viðburður. Á fundinum var starfsumhverfi og samkeppnishæfni fjármálafyrirtækja til umræðu. Erindi Ásgeirs sneri að þróun bankakerfisins og horfum á fjármálamarkaði í dag. Þá fjallaði hann um miðlun peningastefnunnar og samspil hennar og þjóðhagsvarúðartækja.
NánarHagstjórn í hundrað ár – Erindi seðlabankastjóra
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Jón Sigurðsson fyrrverandi seðlabankastjóri fluttu erindi á málþingi Seðlabankans og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fimmtudaginn 21. nóvember um hagstjórn á Íslandi í hundrað ár.
NánarAðstoðarseðlabankastjóri á fundi Samiðnar
Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri sótti miðstjórnarfund Samiðnar – Sambands iðnfélaga þriðjudaginn 19. nóvember. Á fundinum fór Rannveig yfir stöðu efnahagsmála á Íslandi og horfur næstu ára. Rannveig ræddi einnig samspil peningastefnunnar og stöðu efnahagsmála og hvernig vaxtalækkanir undanfarinna mánaða hafa stutt við eftirspurn.
Nánar