Samningum um skuldir sparisjóða er lokið
Seðlabanki Íslands hefur lokið samningum um skuldir fimm sparisjóða sem ekki uppfylltu skilyrði um lágmark eigin fjár í kjölfar bankahrunsins. Þeir sparisjóðir sem um ræðir eru: Sparisjóður Bolungarvíkur, Sparisjóður Norðfjarðar, Sparisjóður Svarfdæla, Sparisjóður Vestmannaeyja og Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis. Auk þess hafa Sparisjóður Suður-Þingeyinga og Sparisjóður Höfðhverfinga greitt skuldir sínar við Seðlabankann.
NánarEfnahagsyfirlit bankakerfisins 2008-2010
Seðlabankinn hefur nú birt efnahagsyfirlit fyrir íslenska bankakerfið yfir tímabilið frá október 2008 til nóvember 2010. Stofnefnahagsreikningar nýju bankanna þriggja, Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og NBI hf., lágu fyrir í lok ársins 2009 og hófst þá aftur reglubundin söfnun og úrvinnsla gagna frá nýju bönkunum. Mikil vinna hefur verið lögð í það undanfarna mánuði að hálfu nýju bankanna og Seðlabankans að vinna upp eldri gögn. Gögnin sem nú eru birt eru þó bráðabirgðagögn og miðast við þær upplýsingar frá bönkum og sparisjóðum sem nú eru tiltækar. Þar sem þó nokkur óvissa ríkir enn um mat á eignum í kjölfar bankahrunsins kunna gögnin að breytast eftir því sem áreiðanlegra verðmat verður til.
NánarPeningastefnan eftir höft
Seðlabanki Íslands hefur birt skýrslu um peningastefnu hér á landi og afhent hana efnahags- og viðskiptaráðherra. Í skýrslunni er gerð grein fyrir helstu sjónarmiðum er varða framtíðarfyrirkomulag gengis- og peningamála.
NánarTilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 13/2010
Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Frá og með 1. janúar 2011 verða vextir sem hér segir:
Nánar