logo-for-printing

16. maí 2011

Erindi seðlabankastjóra um áföll, aðlögun, samdrátt og efnahagsbata á Íslandi á ráðstefnu í Brussel í dag

Már Guðmundsson seðlabankastjóri flutti erindi á ráðstefnu evrópskrar rannsóknarmiðstöðvar (Center for European Policy Studies) í dag. Þar fjallaði seðlabankastjóri um áföll, aðlögun, samdrátt og efnahagsbata á Íslandi.

Nánar
16. maí 2011

Erindi seðlabankastjóra í Englandsbanka um orsakir, afleiðingar og lærdóma af fjármálakreppunni á Íslandi

Már Guðmundsson seðlabankastjóri heimsótti lánshæfismatsfyrirtæki og viðskiptabanka í Lundúnum í síðustu viku og átti fundi með fulltrúum þeirra. Í tengslum við heimsóknina hélt seðlabankastjóri erindi í Englandsbanka 11. maí sl. um orsakir, afleiðingar og lærdóma af fjármálakreppunni á Íslandi. Þá átti hann fund með Mervyn King seðlabankastjóra Bretlands.

Nánar
02. maí 2011

Söguleg erindi frá ársfundi Seðlabanka Íslands

Á afmælisársfundi Seðlabanka Íslands 7. apríl 2011 voru haldin tvö sérstök afmæliserindi, en þá voru 50 ár liðin frá því Seðlabankinn hóf starfsemi í núverandi mynd. Erindin ásamt myndum eru aðgengileg hér. Það voru Jón Sigurðsson fyrrverandi seðlabankastjóri og Guðmundur Jónsson sagnfræðiprófessor sem fluttu erindin.

Nánar