Notkun tíu þúsund króna seðils á árinu
Nýjum tíu þúsund króna seðli sem settur var í umferð 24. október síðastliðinn hefur verið tekið vel. Nú eru um 550 þúsund tíu þúsund króna seðlar í umferð utan Seðlabanka Íslands eða um 5,5 milljarðar króna. Hlutdeild seðilsins er um 12,5 prósent af andvirði seðla í umferð í lok árs. Alls eru um 44,2 milljarðar króna í seðlum í umferð. Þegar mynt er talin með eru alls um 47 milljarðar króna af reiðufé í umferð utan Seðlabanka Íslands og er aukningin um 1,9 milljarðar króna á árinu eða um 4,2%
NánarSamningar um uppgjör á milli Dróma, Eignasafns Seðlabanka Íslands og Arion banka
Samningar hafa náðst á milli Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ), Hildu ehf. sem er dótturfélag ESÍ, Dróma hf. (eignasafn SPRON og Frjálsa) og Arion banka hf. um yfirtöku ESÍ/Hildu á ákveðnum eignum og skuldum Dróma og uppgjöri á kröfu Arion banka á Dróma.
NánarFjárhagsleg samskipti Seðlabanka Íslands og ríkissjóðs
Seðlabanki Íslands og fjármála- og efnahagsráðuneytið hafa samið um framlengingu á gjalddaga skuldabréfs sem ríkissjóður gaf út í lok árs 2008 til að styrkja eigið fé Seðlabankans í kjölfar falls bankanna.
NánarMyndbandsupptökur á vef Seðlabanka Íslands
Ýmsar myndbandsupptökur frá kynningarfundum og ráðstefnum eru varðveittar á vef Seðlabanka Íslands. Nú eru t.d. upptökur frá ráðstefnu í Hörpu nýverið um fjármálakreppuna á Írlandi og Íslandi aðgengilegar á vefnum.
NánarFundargerð peningastefnunefndar
Peningastefnunefnd birtir fundargerðir af fundum sínum tveimur vikum eftir að tilkynnt er um vaxtaákvörðun. Hér er birt fundargerð fyrir fundi peningastefnunefndarinnar 9. og 10. desember vegna vaxtaákvörðunar 11. desember 2013, en á þeim fundum ræddi nefndin efnahagsþróunina, þróun á fjármálamörkuðum, vaxtaákvörðunina 11. desember og kynningu þeirrar ákvörðunar.
Nánar