Endurskoðun á gjaldmiðlavogum
Gjaldmiðlavogum sem liggja til grundvallar útreikningum á vísitölum meðalgengis hefur verið breytt í ljósi utanríkisviðskipta ársins 2023. Endurskoðun fór síðast fram í upphafi árs 2024. Meðfylgjandi töflur sýna nýju vogirnar og breytingar frá fyrri vogum. Nýju vogirnar gilda frá og með 1. janúar 2025 til næstu endurskoðunar að ári.
NánarNý rannsóknarritgerð í leikjafræði og tilraunahagfræði um framleiðni mismunandi samfélagshópa
Seðlabanki Íslands hefur gefið út rannsóknarritgerðina „Productivity or privilege: Game-theoretic and experimental models of social class“ eftir Önnu Gunnþórsdóttur hjá University of Arizona og Háskóla Íslands og Pálmar Þorsteinsson á hagfræðisviði Seðlabankans.
NánarNiðurstaða athugunar á skilyrðum fyrir starfsleyfi Glyms hf.
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hóf athugun á skilyrðum fyrir starfsleyfi Glyms hf. samkvæmt lögum nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða með bréfi, dags. 4. júlí 2024. Niðurstaða athugunarinnar lá fyrir í nóvember 2024.
NánarVÍS tryggingar hf. fær starfsleyfi sem vátryggingafélag
Hinn 20. desember 2024 veitti fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands VÍS tryggingum hf. starfsleyfi sem vátryggingafélag samkvæmt lögum nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi. Í leyfinu felst að félaginu er heimilt að stunda frumtryggingastarfsemi í öllum greinaflokkum vátrygginga, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 100/2016, fyrir utan greiðsluvátryggingar. Auk þess hefur félagið heimild til að stunda endurtryggingastarfsemi í sömu greinaflokkum skv. 22. gr. laga nr. 100/2016.
NánarUmreikningur evrufjárhæða laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi
Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi skuli fjárhæðir í evrum, sem tilgreindar eru í lögunum, umreiknast í starfrækslugjaldmiðil vátryggingafélags miðað við miðgengi evru gagnvart umræddum gjaldmiðli í lok dags 31. október næstliðins árs.
Nánar