Fundargerð peningastefnunefndar
Peningastefnunefnd birtir fundargerðir af fundum sínum tveimur vikum eftir að tilkynnt er um vaxtaákvörðun. Hér birtist fundargerð fundar peningastefnunefndarinnar 11. og 12. desember 2017, en á honum ræddi nefndin efnahagsþróunina, þróun á fjármálamörkuðum, vaxtaákvörðunina 13. desember og kynningu þeirrar ákvörðunar.
NánarStandard og Poor's staðfestir lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs
Matsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs með stöðugum horfum. Í samræmi við birtingaráætlun sína staðfesti matsfyrirtækið S&P Global Ratings A/A-1 í dag, 22. desember 2017, lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs fyrir langtíma- og skammtímaskuldir í erlendum og innlendum gjaldmiðlum. Stöðugar horfur endurspegla þá skoðun matsfyrirtækisins að möguleikarnir á frekari styrkingu opinberra fjármála vegi á móti líkunum á ofhitnun hagkerfisins á næstu tveimur árum.
NánarHagvísar Seðlabanka Íslands 22. desember 2017
Hagvísar Seðlabanka Íslands fyrir desembermánuð 2017 eru komnir út og eru aðgengilegir hér á vef bankans. Í ritinu má finna upplýsingar um verðlagsþróun, framleiðslu, utanríkisviðskipti, vinnumarkað, opinber fjármál, eignamarkaði, fjármálamarkaði og alþjóðleg efnahagsmál. Gögnin eru sýnd á myndrænan hátt en auk þess er hægt að kalla fram gögn í töflureikni.
NánarAðstoðarseðlabankastjóri í pallborðsumræðum um gjaldeyrisinngrip seðlabanka
Seðlabankar Ísrael og Sviss ásamt Center for Economic Policy Research (CEPR) héldu ráðstefnu í Jerúsalem dagana 7. og 8. desember um gjaldeyrisinngrip seðlabanka. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri tók þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnunni. Í inngangsorðum sínum fjallaði Arnór um mismunandi kveikjur að inngripum Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði undanfarin ár.
NánarTilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 12/2017
Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta hefur ekkert breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 11/2017 dags 16. nóvember sl. þar sem að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að halda meginvöxtum (stýrivöxtum) óbreyttum við síðustu vaxtaákvörðun sína hinn 13. desember sl. samanber yfirlýsingu þar um sama dag
Nánar