logo-for-printing

23. desember 2015Peningastefnunefnd 2012

Fundargerð peningastefnunefndar

Peningastefnunefnd birtir fundargerðir af fundum sínum tveimur vikum eftir að tilkynnt er um vaxtaákvörðun. Hér birtist fundargerð fundar peningastefnunefndarinnar 8. desember 2015, en á honum ræddi nefndin efnahagsþróunina, þróun á fjármálamörkuðum, vaxtaákvörðunina 9. desember og kynningu þeirrar ákvörðunar.

Nánar
22. desember 2015Forsíða Hagvísa desember 2015

Hagvísar Seðlabanka Íslands 22. desember 2015

Hagvísar Seðlabanka Íslands fyrir desembermánuð 2015 eru komnir út og eru aðgengilegir hér á vef bankans. Í ritinu má finna upplýsingar um verðlagsþróun, framleiðslu, utanríkisviðskipti, vinnumarkað, opinber fjármál, fjármálamarkaði og alþjóðleg efnahagsmál. Gögnin eru sýnd á myndrænan hátt en auk þess er hægt að kalla fram gögn í töflureikni.

Nánar
21. desember 2015Bygging Seðlabanka Íslands

Greinargerð Seðlabanka Íslands vegna bréfs umboðsmanns Alþingis

Seðlabanki Íslands birtir hér greinargerð sem tekin var saman fyrir bankaráð Seðlabankans í tilefni bréfs umboðsmanns Alþingis sem hann ritaði 2. október 2015 til fjármála- og efnahagsráðherra, formanns bankaráðs Seðlabanka Íslands, seðlabankastjóra og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Bréf umboðsmanns var sent í kjölfar athugunar hans á meðferð gjaldeyrismála og umsýslu og meðferð krafna og eigna sem félög í eigu bankans fara með.

Nánar
19. desember 2015Bygging Seðlabanka Íslands

Málstofa 21. desember: Atvinnuleit þeirra sem eru í vinnu og þeirra sem eru það ekki

Á mánudaginn, 21. desember kl. 15:00, verður haldin málstofa um atvinnuleit þeirra sem eru í vinnu og þeirra sem eru það ekki. Málshefjandi er Andreas I. Mueller prófessor við Columbia háskóla í New York í Bandaríkjunum.

Nánar
17. desember 2015Bygging Seðlabanka Íslands

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 12/2015

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Engin breyting hefur orðið á grunni dráttarvaxta frá síðustu tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 11/2015 sem gefin var út 16. nóvember sl. þar sem stýrivextir hafa ekkert breyst síðan þá. Dráttarvextir breytast því ekki og verða áfram 13,50% fyrir tímabilið 1. – 31. janúar 2016

Nánar