Gagnavefur fyrir annál og hagtölur efnahagsmála á fullveldistímanum
Í tilefni af fullveldisafmæli Íslands ákvað Seðlabanki Íslands að taka saman samfelldan annál efnahagsmála frá 1918 til og með 1. desember 2018. Annállinn skyldi byggja á áður birtum annálum sem náðu til áranna 1921-2013. Seðlabankinn uppfærði eigin annál til 1. desember þessa árs en fékk Magnús S. Magnússon, hagsagnfræðing og fyrrverandi skrifstofustjóra á Hagstofu Íslands til að taka saman annál fyrir árin 1918-1920. Jafnframt var ákveðið að taka saman og birta helstu hagtölur fyrir sama tímabil. Í lok vinnudags í dag verður opnað sérstakt svæði á vefsíðu Seðlabankans þar sem annálinn og hagtölurnar verður að finna. Annállinn er flokkaður í efniskafla og honum fylgir sérstök leitarvél.
NánarBirting á atkvæðum nefndarmanna í peningastefnunefnd og greinargerð um tillögur um ramma peningastefnunnar
Peningastefnunefnd hefur gert breytingar á starfsreglum sínum sem felast í því að frá og með fyrsta fundi peningastefnunefndar á árinu 2019 skal tilgreina í fundargerð hvers fundar hvernig atkvæði einstakra nefndarmanna féllu. Hingað til hefur verið greint frá því einu sinni á ári, þ.e. í Ársskýrslu Seðlabankans, hvernig einstakir nefndarmenn greiddu atkvæði undangengið ár. Með þessari breytingu er komið til móts við eina af tillögum starfshóps á vegum forsætisráðuneytisins um endurmat á ramma peningastefnunnar en skýrsla nefndarinnar var birt þann 5. júní sl. Breytingin miðar að því að auka gagnsæi varðandi ákvörðunartöku peningastefnunefndar.
NánarFundargerð peningastefnunefndar
Peningastefnunefnd birtir fundargerðir af fundum sínum tveimur vikum eftir að tilkynnt er um vaxtaákvörðun. Hér birtist fundargerð fundar peningastefnunefndarinnar 10. og 11. desember 2018, en á honum ræddi nefndin efnahagsþróunina, þróun á fjármálamörkuðum, vaxtaákvörðunina 12. desember og kynningu þeirrar ákvörðunar.
NánarHagvísar Seðlabanka Íslands 21. desember 2018
Hagvísar Seðlabanka Íslands fyrir desembermánuð 2018 eru komnir út og eru aðgengilegir hér á vef bankans. Í ritinu má finna upplýsingar um verðlagsþróun, framleiðslu, utanríkisviðskipti, vinnumarkað, opinber fjármál, eignamarkaði, fjármálamarkaði og alþjóðleg efnahagsmál. Gögnin eru sýnd á myndrænan hátt en auk þess er hægt að kalla fram gögn í töflureikni.
NánarTilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 12/2018
Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta hefur ekkert breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 11/2018 dags 19. nóvember sl. þar sem að engin breyting hefur orðið á meginvöxtum (stýrivöxtum) síðan þá, en peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að halda meginvöxtum óbreyttum við síðustu vaxtaákvörðun sína hinn 12. desember sl. samanber yfirlýsingu þar um sama dag. Grunnur dráttarvaxta, þ.e. þeir meginvextir sem eru lán gegn veði í verðbréfum, er því óbreyttur 5,25%.
Nánar