logo-for-printing

27. desember 2019Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika

Gunnar Jakobsson skipaður í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Gunnar Jakobsson í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika. Gunnar Jakobsson er lögfræðingur að mennt, með MBA próf frá Yale og hefur undanfarin ár gegnt stjórnunarstöðum hjá Goldman Sachs, fyrst í New York og nú síðast sem framkvæmdastjóri lausafjársviðs og persónuverndar Goldman Sachs International í Lundúnum.

Nánar
25. desember 2019Peningastefnunefnd 2019

Fundargerð peningastefnunefndar

Peningastefnunefnd birtir fundargerðir af fundum sínum tveimur vikum eftir að tilkynnt er um vaxtaákvörðun. Hér birtist fundargerð fundar peningastefnunefndarinnar 9. og 10. desember 2019, en á honum ræddi nefndin efnahagsþróunina, þróun á fjármálamörkuðum, vaxtaákvörðunina 11. desember og kynningu þeirrar ákvörðunar.

Nánar
20. desember 2019Hagvísar Seðlabanka Íslands desember 2019

Hagvísar Seðlabanka Íslands 20. desember 2019

Hagvísar Seðlabanka Íslands fyrir desembermánuð 2019 eru komnir út og eru aðgengilegir hér á vef bankans. Í ritinu má finna upplýsingar um verðlagsþróun, framleiðslu, utanríkisviðskipti, vinnumarkað, opinber fjármál, eignamarkaði, fjármálamarkaði og alþjóðleg efnahagsmál. Gögnin eru sýnd á myndrænan hátt en auk þess er hægt að kalla fram gögn í töflureikni.

Nánar
19. desember 2019Bygging Seðlabanka Íslands og Esjan á bakvið

Árleg skýrsla um Ísland komin út hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum

Árleg skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenskt efnahagslíf var birt í dag. Sjóðurinn gerir reglubundnar úttektir á efnahagslífi aðildarlanda sinna á grundvelli 4. greinar stofnsáttmálans (e. Article IV Consultation). Samhliða var gefin út sérstök skýrsla um ramma ríkisfjármála (e. Selected Issues Paper on the Scope for Improving Iceland‘s Fiscal Framework). Að þessu sinni voru skýrslurnar ekki ræddar formlega í stjórn sjóðsins, en þess í stað var stjórninni gefið tækifæri á að kalla eftir umræðu ef sérstakt tilefni þætti til. Sendinefnd frá sjóðnum var hér á landi í nóvember síðastliðnum til viðræðna við íslensk stjórnvöld og aðra hagaðila.

Nánar
19. desember 2019Bygging Seðlabanka Íslands og Esjan á bakvið

Ný útgáfa af þjóðhagslíkani Seðlabanka Íslands

Þjóðhagslíkan Seðlabankans, QMM, hefur gegnt lykilhlutverki í allri greiningar- og spávinnu bankans frá því að líkanið var tekið í notkun árið 2006. Líkanið er reglulega endurskoðað og uppfært og nýlega luku sérfræðingar á hagfræði- og peningastefnusviði bankans fjórðu stóru uppfærslu líkansins sem fyrst var notuð í spágerð bankans í nóvember sl. Jafnframt hefur handbók líkansins verið uppfærð og er útgáfa 4.0 nú aðgengileg á heimasíðu bankans.

Nánar