

Kynning aðalhagfræðings Seðlabankans á efni Peningamála
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands, kynnti nýlega efni nýútgefinna Peningamála á fundum í fimm fjármálafyrirtækjum, þ.e. Landsbankanum, Íslandsbanka, Arion banka, Kviku banka og í Arctica. Í kynningunum greindi Þórarinn frá ýmsum atriðum varðandi innlend efnahagsumsvif og verðbólgu.
Nánar
Niðurstaða athugunar á skilmálabreytingum NOVIS
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hóf í október 2022 athugun á breytingum vátryggingarskilmála NOVIS. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort félagið uppfyllti þær skyldur sem hvíla á því um upplýsingagjöf til vátryggingartaka vegna skilmálabreytinga í október 2021 hafi verið í samræmi við 1. mgr. 9. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi, sbr. ákvæði þágildandi reglna nr. 673/2017 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti vátryggingafélaga.
Nánar
Seðlabankastjóri flutti erindi á ráðstefnu í Króatíu
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hélt erindi um efnahagsmál á alþjóðlegri ráðstefnu í Dubrovnik í Króatíu sem haldin var af Seðlabanka Króatía dagana 25. til 27. síðasta mánaðar. Þá stýrði hann einnig pallborðsumræðum um alþjóðlega bankakerfið sem bar yfirskriftina: Banking: Troubles on horizon or idiosyncratic shocks? Fjallað var um að hversu miklu leyti nýlegt gjaldþrot banka í Bandaríkjunum og yfirtaka UBS í Sviss væri vegna uppsöfnunar áhættu í fjármálakerfinu og hvaða þættir hefðu áhrif á horfur um alþjóðlegt fjármálakerfi.
Nánar
Upplýsingaöflun fyrir grunninnvið innlendrar, óháðrar smágreiðslulausnar
Seðlabanki Íslands leiðir vinnu við að innleiða innlenda, óháða smágreiðslulausn hér á landi og vinnuhópur á hans vegum leitar nú að upplýsingum um mögulegar lausnir sem geta nýst við innleiðingu á grunninnviði fyrir smágreiðslulausn.
Nánar
Úthlutun úr menningarsjóði tengdum nafni Jóhannesar Nordals
Í gær fór fram tólfta úthlutun úr menningarsjóði sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals, fyrrverandi seðlabankastjóra. Fimm verkefni hlutu styrk að þessu sinni.
Nánar