logo-for-printing

29. desember 2023

Endurskoðun á gjaldmiðlavogum 2023

Gjaldmiðlavogum sem liggja til grundvallar útreikningum á vísitölum meðalgengis hefur verið breytt í ljósi utanríkisviðskipta ársins 2022. Endurskoðun fór síðast fram í upphafi árs 2023. Meðfylgjandi töflur sýna nýju vogirnar og breytingar frá fyrri vogum. Nýju vogirnar gilda frá og með 1. janúar 2024 til næstu endurskoðunar að ári.

Nánar
22. desember 2023Forsíða Hagvísa Seðlabanka Íslands

Hagvísar Seðlabanka Íslands 22. desember 2023

Seðlabanki Íslands birtir ársfjórðungslega yfirlit yfir þróun efnahagsmála, safn hagvísa og stöðu fjármálakerfisins, Hagvísa Seðlabanka Íslands. Hagvísarnir eru einnig gefnir út á ensku undir heitinu Economic Indicators.

Nánar
22. desember 2023

Sjóðsráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti 50% hlutfallslega kvótaaukningu sjóðsins

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er fjármagnaður með kvótaframlögum aðildarríkjanna sem þau reiða af hendi við inngöngu í sjóðinn. Kvótar mynda grunninn að útlánagetu sjóðsins og hversu há lán aðildarlönd geta fengið auk þess að ráða atkvæðavægi landa í sjóðsráði og framkvæmdastjórn sjóðsins.

Nánar
22. desember 2023

Stefán Guðjohnsen ráðinn í starf framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs Seðlabanka Íslands

Stefán Guðjohnsen hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs Seðlabanka Íslands en staðan var auglýst laus til umsóknar í nóvember.

Nánar
21. desember 2023Bygging Seðlabanka Íslands

Niðurstaða athugunar á framkvæmd Landsbankans hf. í útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hóf í apríl 2022 athugun á framkvæmd Landsbankans hf. í útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf. sem fram fór 22. mars 2022. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort framkvæmd Landsbankans við veitingu fjárfestingarþjónustu í útboðinu hafi uppfyllt kröfur laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga (mffl.).

Nánar