logo-for-printing

21. janúar 2022Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri

Varaseðlabankastjóri með erindi um seðlabankarafeyri

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, hélt í gær, fimmtudaginn 20. janúar, erindi á rafrænum fundi Samtaka fjármálafyrirtækja um framtíð peninga. Erindi Rannveigar fjallaði um seðlabankarafeyri (CBDC) og hlutverk seðlabanka í fjármálakerfi framtíðarinnar.

Nánar
20. janúar 2022Bygging Seðlabanka Íslands

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 1/2022

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta hefur ekkert breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 12/2021 dagsett 22. desember sl. Grunnur dráttarvaxta, þ.e. lán gegn veði í 7 daga, er því óbreyttur 2,75%. Dráttarvextir verða því óbreyttir 9,75% fyrir tímabilið 1. - 28. febrúar 2022.

Nánar
19. janúar 2022Bygging Seðlabanka Íslands

FSÍ (Framtakssjóður Íslands) GP hf. afskráð sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur fellt FSÍ (Framtakssjóður Íslands) GP hf. af skrá yfir rekstraraðila sérhæfðra sjóða skv. 7. gr. laga nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, eftir tilkynningu um slit félagsins, hinn 27. desember 2021.

Nánar
19. janúar 2022

Ný rannsóknarritgerð um áhrifaþætti verðbólgu á Íslandi

Seðlabanki Íslands hefur gefið út rannsóknarritgerðina „Analysing inflation dynamics in Iceland using a Bayesian structural vector autoregression model“ eftir Stefán Þórarinsson, sem starfar á sviði hagfræði og peningastefnu í Seðlabankanum.

Nánar
18. janúar 2022

Áhrif hækkunar lífaldurs á lífeyrisréttindi

Á síðustu áratugum hefur lífaldur í hinum vestræna heimi hækkað samhliða tækniframförum og bættum lífsgæðum. Þessi jákvæða þróun hefur í för með sér margs konar samfélagslegar áskoranir sem m.a. tengjast lífeyriskerfinu.

Nánar