logo-for-printing

27. júní 2022Bygging Seðlabanka Íslands

Árleg skýrsla AGS um Ísland komin út

Árleg skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenskt efnahagslíf var birt í dag. Sjóðurinn gerir reglubundnar úttektir á efnahagslífi aðildarlanda sinna á grundvelli 4. greinar stofnsáttmálans (e. Article IV Consultation). Sendinefnd frá sjóðnum var hér á landi í maí síðastliðnum til viðræðna við íslensk stjórnvöld og aðra hagaðila.

Nánar
24. júní 2022Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri

Kynning varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika

Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, kynnti ýmsa þætti er varða fjármálastöðugleika á fundi í Arion banka í vikunni. Á fundinum fór Gunnar meðal annars yfir breytt lánþegaskilyrði og fjallaði þar sérstaklega um þróun á veðsetningarhlutfalli og greiðslubyrði.

Nánar
23. júní 2022

Niðurstaða athugunar á útreikningi vátryggingaskuldar og starfssviði tryggingastærðfræðings Vátryggingafélags Íslands hf.

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hóf vettvangsathugun hjá Vátryggingafélagi Íslands hf. (félagið) í nóvember 2021. Niðurstaða athugunarinnar lá fyrir í apríl 2022. Með hliðsjón af þeim gögnum og upplýsingum sem aflað var við athugunina gerði fjármálaeftirlitið eftirfarandi athugasemdir við félagið:

Nánar
22. júní 2022Bygging Seðlabanka Íslands

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 06/2022

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta hefur breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 05/2022 dagsett 19. maí sl. þar sem að meginvextir bankans hafa hækkað um 1,00 prósentu síðan þá og er nú grunnur dráttarvaxta kominn í 5,50%. Dráttarvextir hækka því að sama skapi og verða 12,50% fyrir tímabilið 1. - 31. júlí 2022.

Nánar
22. júní 2022

Yfirlýsing peningastefnunefndar 22. júní 2022

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4,75%.

Nánar