logo-for-printing

26. mars 2025

Fjármálastöðugleiki birtur

Ritið Fjármálastöðugleiki 2025/1 hefur verið birt. Í Fjármálastöðugleika er tvisvar á ári birt yfirlit yfir stöðu fjármálakerfisins, þ.e. um styrk þess og hugsanlega veikleika og áhættu sem því kann að vera búin bæði af þjóðhagslegum og rekstrarlegum toga.

Nánar
26. mars 2025

Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar

Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun er greitt. Hins vegar er óvissa mikil í alþjóðamálum sem gæti reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins.

Nánar
26. mars 2025

Arnaldur Sölvi Kristjánsson skipaður í fjármálastöðugleikanefnd

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Arnald Sölva Kristjánsson í fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands til fimm ára frá 5. mars 2025 í stað Guðmundar Kristjáns Tómassonar sem setið hafði í nefndinni í fimm ár.

Nánar
26. mars 2025

Vefútsending vegna yfirlýsingar fjármálastöðugleikanefndar og útgáfu Fjármálastöðugleika 26. mars 2025

Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands var birt kl. 8:30 í dag, miðvikudaginn 26. mars. Ritið Fjármálastöðugleiki var birt á vef bankans klukkan 8:35 og vefútsending frá kynningu vegna yfirlýsingar nefndarinnar og útgáfu Fjármálastöðugleika hefst kl. 9:30.

Nánar
25. mars 2025

ESMA varar neytendur við notkun gervigreindar við fjárfestingar og veitir hollráð

Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin (ESMA) hefur birt viðvörun á vefsvæði sínu þar sem vakin er athygli á áhættu sem fylgir notkun gervigreindartóla við fjárfestingar. Í viðvöruninni er farið yfir hvað fjárfestar ættu að hafa í huga, t.a.m. að viðskipti með fjármálagerninga eru í eðli sínu áhættusöm og að afar erfitt er að spá fyrir um verðbreytingar.

Nánar