logo-for-printing

23. maí 2024

Opnunarerindi seðlabankastjóra á Reykjavík Economic Conference

Í dag og á morgun fer fram ráðstefnan Reykjavík Economic Conference um hagstjórn í litlum og opnum hagkerfum, en hluti ráðstefnunnar er í opnu streymi. Það eru opnunarerindi Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og svo erindi sem haldin eru af Tobias Adrian, framkvæmdastjóra hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Christopher J. Waller, sem er einn af seðlabankastjórum í Bandaríkjunum, hjá Federal Reserve System.

Nánar
22. maí 2024

Fundargerð peningastefnunefndar frá 6.-7. maí 2024

Í samræmi við starfsreglur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands skal birta fundargerð nefndarinnar tveimur vikum eftir að ákvörðun nefndarinnar er kynnt. Hér er birt fundargerð fundar peningastefnunefndar 6.-7. maí 2024, en á honum ræddi nefndin efnahagsþróunina, þróun á fjármálamörkuðum, ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum og kynningu þeirra ákvarðana 8. maí 2024.

Nánar
22. maí 2024

Árlegum viðræðum sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við íslensk stjórnvöld og aðra hagaðila lokið

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti í dag álit sendinefndar sinnar (e. Concluding Statement) eftir viðræður við íslensk stjórnvöld og aðra hagaðila síðustu tvær vikur. Viðræðurnar voru hluti af árlegri úttekt sjóðsins á stöðu og horfum í íslensku atvinnulífi (e. Article IV Consultation). Hliðstæðar úttektir eru gerðar á hverju ári í öllum aðildarlöndum sjóðsins. Formaður sendinefndar sjóðsins að þessu sinni var Magnus Saxegaard. Skýrslurnar sem samdar verða í kjölfar heimsóknarinnar verða birtar í byrjun júlí eftir umfjöllun í framkvæmdastjórn sjóðsins.

Nánar
21. maí 2024

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 05/2024

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum, eins og sést nánar á meðfylgjandi síðu.

Nánar
21. maí 2024

Opinn fundur á Alþingi um Skýrslu fjármálaeftirlitsnefndar til Alþingis

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hélt opinn fund í dag, þriðjudaginn 21. maí, klukkan 9:10 um Skýrslu fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir árið 2023. Gestir fundarins voru Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits.

Nánar
09.02.2017

Ólöf Nordal