
Fréttasafn

Sérrit nr. 17: Seðlabankarafeyrir
Seðlabanki Íslands hefur birt umræðuskýrslu um seðlabankarafeyri (e. central bank digital currency). Seðlabankarafeyrir er rafræn útgáfa seðlabanka á gjaldmiðli viðkomandi ríkis en á undanförnum árum hefur áhugi á útgáfu seðlabankarafeyris aukist mikið um allan heim. Seðlabankarafeyrir sem gefinn yrði út af Seðlabanka Íslands hefur fengið vinnuheitið rafkróna.
Nánar
Seðlabankastjóri meðal framsögumanna á ráðstefnu um þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var meðal framsögumanna á ráðstefnu um þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar sem haldin var í Kaldalóni í Hörpu miðvikudaginn 22. mars síðastliðinn. Að ráðstefnunni stóð menningar- og viðskiptaráðuneytið í samstarfi við Ferðamálastofu og Samtök ferðaþjónustunnar.
Nánar
Yfirlýsing peningastefnunefndar 22. mars 2023
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 7,5%.
Nánar
Yfirlýsing peningastefnunefndar og vefútsending 22. mars 2023
Yfirlýsing peningastefnunefndar var birt á vef Seðlabanka Íslands 22. mars klukkan 8:30. Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar fór fram klukkan 9:30.
Nánar
Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 03/2023
Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta hefur ekki breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 02/2023 dagsettri 20. febrúar sl. þar sem að meginvextir bankans hafa haldist óbreyttir síðan þá. Dráttarvextir haldast því einnig óbreyttir og verða áfram 14,25% fyrir tímabilið 1. - 30. apríl 2023.
Nánar