Fréttasafn
Viðlagaæfing Norðurlanda og Eystrasaltslanda 2024
Undanfarna daga hafa stjórnvöld Norðurlanda og Eystrasaltslanda, sem bera ábyrgð á fjármálastöðugleika, æft viðbúnað við fjármálaáfalli á svæðinu þar sem þrír ímyndaðir bankar með starfsemi yfir landamæri áttu hlut að máli.
NánarTilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 09/2024
Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.
NánarRannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri með erindi hjá Félagi atvinnurekenda
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, flutti í síðustu viku erindi fyrir Félag atvinnurekenda. Í kynningu sinni fjallaði Rannveig um efnahagsumsvif, verðbólgu, peningastefnu og húsnæðismarkað.
NánarLeiðréttar tölur um viðskiptajöfnuð og erlenda stöðu þjóðarbúsins á öðrum ársfjórðungi 2024
Tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd sem birtar voru 3. september sl. hafa verið leiðréttar.
NánarSeðlabanki Íslands setur af stað hagkvæmnismat á innleiðingu á TARGET- millibankagreiðslukerfunum
Seðlabanki Íslands hefur hafið vinnu við greiningu og mat á mögulegri innleiðingu á greiðslukerfum Eurosystem, svokölluðum TARGET Services, nánar tiltekið millibankagreiðslukerfunum TIPS og T2. TIPS er rauntímagreiðslukerfi (e. instant payment system), en T2 er millibankagreiðslukerfi fyrir stórgreiðslur (e. real-time gross settlement) og miðlæga lausafjárstýringu (e. central liquidity management). Seðlabankinn muni fyrst leggja áherslu á TIPS og svo T2 í framhaldinu.
Nánar