
Fréttasafn
.jpg?proc=ForsidaFrett)
Afskráning rekstraraðilans Óðinn Capital ehf.
Hinn 21. mars 2022, hlaut félagið Óðinn Capital ehf. skráningu sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða samkvæmt lögum nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, vegna reksturs sjóðsins Sidskeggur slf. Fjármálaeftirlitið hefur fallist á beiðni Óðins Capital ehf. um afskráningu, þar sem enginn sjóður um sameiginlega fjárfestingu er nú í rekstri félagsins. Afskráning miðast við 17. febrúar 2025.
Nánar
Kynning aðalhagfræðings Seðlabankans á efni Peningamála
Karen Á. Vignisdóttir, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands, kynnti nýlega efni nýútgefinna Peningamála, fyrsta heftis 2025, á fundum í fimm fjármálafyrirtækjum, þ.e. Landsbankanum, Íslandsbanka, Arion banka, Kviku banka og Arctica. Í kynningunum greindi Karen frá ýmsum atriðum varðandi efnahagsumsvif og verðbólgu.
Nánar
Seðlabankastjóri með erindi á peningamálafundi Viðskiptaráðs
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri flutti ræðu á peningamálafundi Viðskiptaráðs í morgun, 6. febrúar 2025. Yfirskrift fundarins var: Liggja vegir til lágra vaxta?
Nánar.jpg?proc=ForsidaFrett)
Stefnumarkandi áherslur við eftirlit á fjármálamarkaði 2025-2027
Seðlabanki Íslands hefur birt ritið Stefnumarkandi áherslur við eftirlit á fjármálamarkaði 2025-2027. Í ritinu eru lagðar fram sex stefnumarkandi áherslur til þriggja ára. Þær eru viðnámsþróttur eftirlitsskyldra aðila, net- og upplýsingatækniöryggi, aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, ábyrgir viðskiptahættir, stjórnarhættir og loftslagsáhætta og upplýsingagjöf um sjálfbærniþætti.
Nánar
Yfirlýsing peningastefnunefndar 5. febrúar 2025
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 8,0%. Allir nefndarmenn studdu þessa ákvörðun.
Nánar