logo-for-printing

21. janúar 2025

T Plús hf. fær heimild til að sinna vörslu verðbréfasjóða

Hinn 14. janúar sl. veitti fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands T Plús hf. heimild til að sinna vörslu verðbréfasjóða skv. 44. gr. laga nr. 116/2021 um verðbréfasjóði.

Nánar
21. janúar 2025Bygging Seðlabanka Íslands

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 1/2025

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta hefur ekkert breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 12/2024 frá 19. desember sl. þar sem að meginvextir bankans hafa haldist óbreyttir síðan þá. Dráttarvextir eru því að sama skapi óbreyttir og verða því áfram 16,25% fyrir tímabilið 1. - 28. febrúar 2025.

Nánar
20. janúar 2025

Ritið Kostnaður við smágreiðslumiðlun gefið út

Seðlabanki Íslands hefur birt ritið Kostnaður við smágreiðslumiðlun. Í ritinu er að finna upplýsingar um kostnað við reiðufé, greiðslukort og aðra greiðsluþjónustu, bæði einkakostnað og samfélagskostnað.

Nánar
20. janúar 2025Karen Vignisdóttir

Karen Áslaug Vignisdóttir sett aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu

Karen Áslaug Vignisdóttir hefur verið sett aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu hjá Seðlabanka Íslands. Karen hóf störf hjá Seðlabankanum árið 2006 sem hagfræðingur og hefur gegnt stöðu forstöðumanns greiningar og útgáfu á sviði hagfræði og peningastefnu síðan árið 2018. Á þeim tíma hefur hún einnig verið staðgengill aðalhagfræðings bankans og gegnt hlutverki ritara peningastefnunefndar. Karen er með meistarapróf í hagfræði frá háskólanum í Árósum í Danmörku frá árinu 2005 en hún lauk grunnnámi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2003.

Nánar
20. janúar 2025Bygging Seðlabanka Íslands

Gjaldeyrismarkaður, gengisþróun og gjaldeyrisforði árið 2024

Seðlabanki Íslands hefur birt yfirlitsfrétt um gjaldeyrismarkað, gengisþróun og gjaldeyrisforða á árinu 2024. Þar kemur meðal annars fram að gengi krónunnar hafi hækkað á árinu, gengisflökt var fremur lítið og heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri dróst saman milli ára. Seðlabankinn greip einu sinni inn í gjaldeyrismarkaðinn á árinu til þess að draga úr sveiflum í gengi krónunnar. Gjaldeyrisforði nam 886 ma.kr. í árslok eða 20% af vergri landsframleiðslu eins og árið áður.

Nánar