logo-for-printing

10. mars 2025

Skýrslur peningastefnunefndar til umræðu á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í fyrramálið

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund á morgun, þriðjudaginn 11. mars í Smiðju, Tjarnargötu 9 í Reykjavík, og hefst hann kl. 09:00.

Nánar
06. mars 2025

Ritið Fjármálaeftirlit 2025 birt

Ritið Fjármálaeftirlit 2025 hefur verið birt á vef Seðlabankans. Með árlegri útgáfu Fjármálaeftirlits leitast Seðlabankinn við að tryggja viðeigandi gagnsæi um störf og áherslur bankans á sviði fjármálaeftirlits.

Nánar
06. mars 2025

Halli á viðskiptajöfnuði 95,2 ma.kr. á fjórða ársfjórðungi 2024 – hrein staða við útlönd jákvæð um 42,5% af VLF

Á fjórða ársfjórðungi 2024 var 95,2 ma.kr. halli á viðskiptajöfnuði við útlönd. Það er 147,4 ma.kr. lakari niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 77,7 ma.kr. lakari en á sama fjórðungi árið 2023. Halli á vöruskiptajöfnuði var 104,1 ma.kr. en 34,5 ma.kr. afgangur var á þjónustujöfnuði.1 Halli á frumþáttatekjum nam 10,5 ma.kr. og 15,1 ma.kr. á rekstrarframlögum.

Nánar
05. mars 2025

Sjálfsmat framleiðenda vátryggingaafurða á skyldum samkvæmt reglugerð um kröfur um eftirlit og stýringu afurða

Fjármálaeftirlitið óskaði eftir því í febrúar 2024 að framleiðendur vátryggingaafurða á Íslandi svöruðu spurningalista um hlítni þeirra við kröfur laga nr. 30/2004 um vátryggingasamninga, nánar tiltekið framseldrar reglugerðar (ESB) 2017/2358 um eftirlit og stýringu afurða (e. product oversight and governance, eða POG), sem lögfest var með 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. a. laganna.

Nánar
28. febrúar 2025Bygging Seðlabanka Íslands

Alpar Capital ehf. skráð sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands skráði Alpar Capital ehf. sem rekstraraðila sérhæfðra sjóða hinn 20. febrúar 2025, sbr. 7. gr. laga nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

Nánar