Fréttasafn
Kynningar- og umræðufundur um umsvif lífeyrissjóða og löggjöf um þá
Í morgun hélt Seðlabanki Íslands kynningar- og umræðufund með fulltrúum lífeyrissjóða, vinnumarkaðarins og annarra stjórnvalda í tilefni af útkomu sérrits Seðlabankans um umsvif lífeyrissjóða á fjármálamarkaði og æskilegar umbætur á löggjöf um lífeyrissjóði. Fundurinn var haldinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík.
NánarLinda Kolbrún Björgvinsdóttir ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Seðlabankans
Gengið hefur verið frá ráðningu Lindu Kolbrúnar Björgvinsdóttur í starf framkvæmdastjóra háttsemiseftirlits Seðlabanka Íslands, en starfið var auglýst laust til umsóknar í lok september sl.
NánarÁrsfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 2024
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, tóku þátt í ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og tengdum fundum í Washington DC dagana 21. til 26. október sl. ásamt öðrum fulltrúum Seðlabanka Íslands.
NánarBreyting á félagaformi Sparisjóðs Strandamanna
Hinn 24. október sl. samþykkti fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands samruna Sparisjóðs Strandamanna ses. við Sparisjóð Strandamanna hf.
NánarÁrshlutauppgjör Seðlabanka Íslands fyrir þriðja ársfjórðung 2024
Árshlutauppgjör Seðlabanka Íslands fyrir þriðja ársfjórðung 2024 liggur nú fyrir. Það sýnir rekstrarreikning, efnahagsreikning og sjóðstreymisyfirlit bankans fyrir tímabilið 1. janúar til 30. september 2024 og er birt í samræmi við 38. grein laga um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019.
Nánar