logo-for-printing

17. ágúst 2022Bygging Seðlabanka Íslands

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 08/2022

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta – (sem er lán gegn veði í 7 daga) - er óbreyttur 5,50% frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 08/2022 dags 18. júlí sl. Dráttarvextir haldast því að sama skapi óbreyttir og verða því áfram 12,50% fyrir tímabilið 1. - 30. september 2022.

Nánar
17. ágúst 2022

Könnun á væntingum markaðsaðila

Seðlabanki Íslands kannaði væntingar markaðsaðila dagana 8. til 10. ágúst sl. Leitað var til 31 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svör fengust frá 24 aðilum og var svarhlutfallið því 77%.

Nánar
12. ágúst 2022Bygging Seðlabanka Íslands

Seigla eignastýring ehf. skráð sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands skráði Seiglu eignastýringu ehf. sem rekstraraðila sérhæfðra sjóða hinn 9. ágúst 2022, sbr. 7. gr. laga nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

Nánar
12. ágúst 2022Bygging Seðlabanka Íslands

Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um yfirfærslu hluta vátryggingastofns frá China Taiping Insurance (UK) Co Ltd. til DARAG Deutschland AG í Þýskalandi. Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dagsetta 8. ágúst 2022 frá breska eftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Nánar
10. ágúst 2022Bygging Seðlabanka Íslands

Samkomulag um sátt vegna brota FX Iceland ehf. á ákvæðum laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Hinn 10. nóvember 2021 gerðu fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og FX Iceland ehf. með sér samkomulag um að ljúka máli með sátt vegna brota félagsins á lögum nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Nánar
09.02.2017

Ólöf Nordal