Fréttasafn
Ný rannsóknarritgerð um mat á verðbólguvæntingum og áhættuálagi út frá verðbólguálagi skuldabréfa
Seðlabanki Íslands hefur gefið út rannsóknarritgerðina „Extracting inflation expectations and risk premia from the breakeven inflation rate in Iceland“ eftir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðing Seðlabankans.
NánarSeðlabanki Íslands hefur uppfært skilaáætlanir fyrir kerfislega mikilvæga banka
Skilavald Seðlabanka Íslands hefur uppfært skilaáætlanir fyrir kerfislega mikilvægu bankana þrjá – Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann. Áætlanirnar ná til framkvæmdar skilameðferðar bankanna ef til þess kæmi að fjárhagsstaða þeirra yrði svo slæm að þeir teldust vera á fallanda fæti.
NánarYfirlýsing peningastefnunefndar 2. október 2024
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 9%.
NánarYfirlýsing peningastefnunefndar og vefútsending 2. október 2024
Yfirlýsing peningastefnunefndar verður birt á vef Seðlabanka Íslands kl. 8.30 í dag, miðvikudaginn 2. október 2024. Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar hefst klukkan 9:30.
NánarHagvísar birtir
Hagvísar Seðlabanka Íslands voru birtir hér á vef bankans síðast liðinn föstudag. Í Hagvísum er ársfjórðungslegt yfirlit yfir þróun efnahagsmála, safn hagvísa og stöðu fjármálakerfisins. Hagvísarnir eru einnig gefnir út á ensku undir heitinu Economic Indicators.
Nánar