
Fréttasafn

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 08/2022
Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta – (sem er lán gegn veði í 7 daga) - er óbreyttur 5,50% frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 08/2022 dags 18. júlí sl. Dráttarvextir haldast því að sama skapi óbreyttir og verða því áfram 12,50% fyrir tímabilið 1. - 30. september 2022.
Nánar
Könnun á væntingum markaðsaðila
Seðlabanki Íslands kannaði væntingar markaðsaðila dagana 8. til 10. ágúst sl. Leitað var til 31 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svör fengust frá 24 aðilum og var svarhlutfallið því 77%.
Nánar
Seigla eignastýring ehf. skráð sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands skráði Seiglu eignastýringu ehf. sem rekstraraðila sérhæfðra sjóða hinn 9. ágúst 2022, sbr. 7. gr. laga nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
Nánar
Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns
Hér með tilkynnist um yfirfærslu hluta vátryggingastofns frá China Taiping Insurance (UK) Co Ltd. til DARAG Deutschland AG í Þýskalandi. Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dagsetta 8. ágúst 2022 frá breska eftirlitinu Prudential Regulation Authority.
Nánar
Samkomulag um sátt vegna brota FX Iceland ehf. á ákvæðum laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Hinn 10. nóvember 2021 gerðu fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og FX Iceland ehf. með sér samkomulag um að ljúka máli með sátt vegna brota félagsins á lögum nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Nánar